A day in the life of Shirley

Undir regnboganum

Tuesday, December 11, 2007


...úfið bæði undið, alfrjálst eða bundið...



Ok, heiðarleg tilraun til að taka mynd af nýja dúinu svona on my own....tek það fram að þetta dökka er "eggplant" sko, eða fjólublátt:P Am very happy with it:D Eða ok, það kannski sést ekki mikið á þessari mynd en fólk verður þá bara að koma í heimsókn og skoða;)

Á náttúrulega að vera að skrifa BA ritgerð og hvar endar maður þá....alltaf á friggin netinu...hvað er eiginlega að manni!! Bara slökkva á tölvunni og finna fram línustrikuð blöð og penna...like in the old days:D

Skrapp áðan að hitta stelpurnar úr skólanum á b5 í kokteil til að kveðja Söru, skiptinemann okkar þessa önnina en hún er að fara heim til Svíþjóðar á föstudaginn. Mjög kósí og mæli ég sko alveg með cosmónum á b5....very good:P Held að allir hafi verið ánægðir með drykkina sína:)

Ég held að ég hafi minnst á það áður en ég vildi að það væri til svona headplug sem væri hægt að plugga inn í hausinn á sér og við tölvuna. Tölvan myndi svo bara skrifa niður það sem maður hugsar og þá gæti maður verið að gera eitthvað annað á meðan. Ég t.d. unni mér allra best þegar ég er að teikna....og þá er svo gott að hugsa um eitthvað krefjandi og hvernig það á að vera og so on..þetta væri algjör snilld:D hver ætlar að taka þetta að sér?? Heilakapall, haustengi, hugsanasnúra...

Er að hlusta á Ágætis byrjun með Sigur Rós...er ANSI langt síðan ég hef skellt þessum disk á fóninn. Ég átti í smá umræðu við strák um helgina hver væri besta platan með þeim og þessi er alltaf í mestu uppáhaldi hjá mér. Þannig að núna fékk ég svona Sigur Rósar craving....

Æi, fokk..á sko ekki að vera að gera þetta núna!! Hugsið productive til mín....
Ciao bellas:)
Ladyhawke

p.s. afsakið seinasta póst....ætlaði ekki að ulla á fólk..skemmti mér bara svo konunglega fyrir framan myndavélina:D

0 Comments:

Post a Comment

Subscribe to Post Comments [Atom]

<< Home