A day in the life of Shirley

Undir regnboganum

Monday, December 03, 2007

...og ljósrita þig þá eintak af þér, á ég...

Ooohhh hvað það var næs að skríða aftur undir sæng í morgun:P Var ýkt dugleg að vakna til að fara og hitta Lindu, dreif mig í sturtu og upp í skóla að prenta út. Komst þá að því að Linda kæmi ekki í dag. Týbískt. Svolítið pirrandi en hvað getur maður gert....en guð minn góður hvað það var að kósí að koma heim kl.10 og skríða upp í rúm við byrtu aðventuljóssins;D

Aðventuljósið er það eina sem ég er búin að setja upp af jólaskrauti. Ég set það alltaf upp á fyrsta í aðventu. Þetta er eina mín svona hefð og það sem kemur sjálfri mér í mesta jólaskapið. Þegar aðventuljósin fara að sjást í gluggunum þá finnst mér vera að koma jól..svo hátíðleg og falleg;DAnnars held ég að aðventan hafi haft einhver voða softy áhrif á mig. Ég var svo hrykalega snortin og væmin eitthvað í gær....eða er ég kannski alltaf þannig??;D

Verð að skella einum Garfield með:















má kannski telja þennann brandara sem jólaskraut;D

En núna eru bara 1 vika eftir af skólanum...jæks...og NÓG að gera;) ekki það að ég á eiginlega 2 eftir miðað við lokaverkefnin og BA beinagrindina sem ég þarf að klára:S og eitt próf!! Then I´m DONE:D JIBBÍÍÍÍÍ...verð svo að vera dugleg að prenta og sauma og náttúrulega selja...vonandi gengur það eitthvað:)

Æi,ég er ekki að segja neitt hérna...best að hætta bara!!
Canuddle
Dágústína

0 Comments:

Post a Comment

Subscribe to Post Comments [Atom]

<< Home