Jæja, nafnið komið í ljós...MJÖG flott nafn, sterkt, íslenskt og flott:) Hæfir vel svona kraftmiklum hnoðra eins og hann er;) Nafnið er alveg út í loftið þó að það sé einn í fjölskyldunni sem heitir sama nafni. Ég verð að viðurkenna að hann er sá eini sem ég hef þekkt sem heitir þessu nafni og því pínu skrítið að fara að tengja þetta sama nafn við nýja hnoðrann....kannski af því að maður þekkir hann ekki alveg eins mikið ennþá og hans persónuleiki á eftir að koma meira í ljós...could be:)
Annars var skírnin alveg æðisleg og allt svo heimilislegt og kósí:) Ég fór samt að pæla...í miðri athöfn;D....hvort að fólkið myndi móðgast ef ég færi ekki með trúarjátninguna?? Eða sko, þar sem að ég hef eiginlega hingað til ekki gengið til alataris við ýmsar athafnir af því ég hef ekki verið viss hvort ég trúi, finnst þá soldið asnalegt að vera staðfesta eitthvað sem ég kannski trúi ekki á. Og þá fór ég einmitt að spá í þetta í afhöfninni...en samt ótrúlega asnalegt að koma ekki. Því að þó að maður sé ekki sömu skoðunar eða trúar að þá vill maður sýna sinn stuðning og vera til staðar. Ég ræddi þetta eitthvað aðeins við múttu og þá sagði hún...en ég meina þá gæti maður líka alveg sleppt því að koma og koma bara í veisluna. En það er líka svo fáránlegt...því að þó að maður trúi ekki því sama þá þýðir það ekki að maður sé glaður og ánægður fyrir annarra hönd:) Og ef ég t.d. gengi á Ásatrúasöfnuðinn og væri sú eina í minni fjölskyldu, ákveð að gifta mig og mundi þá enginn koma í athöfnina bara af því þau væru ekki sömu trúar!!
Varð annars að skella inn þessari krúttíbollumynd af litla Hlö....ég meina Þráni Berg;) með frænku...þeas. múttu minni:)
Annars bara á fullu að sauma og prenta...krossa fingur fyrir mér...þarf að kaupa nýja baðsköfu handa mömmu;)
Knús
Ladyhawke

0 Comments:
Post a Comment
Subscribe to Post Comments [Atom]
<< Home