A day in the life of Shirley

Undir regnboganum

Tuesday, December 11, 2007


...úfið bæði undið, alfrjálst eða bundið...



Ok, heiðarleg tilraun til að taka mynd af nýja dúinu svona on my own....tek það fram að þetta dökka er "eggplant" sko, eða fjólublátt:P Am very happy with it:D Eða ok, það kannski sést ekki mikið á þessari mynd en fólk verður þá bara að koma í heimsókn og skoða;)

Á náttúrulega að vera að skrifa BA ritgerð og hvar endar maður þá....alltaf á friggin netinu...hvað er eiginlega að manni!! Bara slökkva á tölvunni og finna fram línustrikuð blöð og penna...like in the old days:D

Skrapp áðan að hitta stelpurnar úr skólanum á b5 í kokteil til að kveðja Söru, skiptinemann okkar þessa önnina en hún er að fara heim til Svíþjóðar á föstudaginn. Mjög kósí og mæli ég sko alveg með cosmónum á b5....very good:P Held að allir hafi verið ánægðir með drykkina sína:)

Ég held að ég hafi minnst á það áður en ég vildi að það væri til svona headplug sem væri hægt að plugga inn í hausinn á sér og við tölvuna. Tölvan myndi svo bara skrifa niður það sem maður hugsar og þá gæti maður verið að gera eitthvað annað á meðan. Ég t.d. unni mér allra best þegar ég er að teikna....og þá er svo gott að hugsa um eitthvað krefjandi og hvernig það á að vera og so on..þetta væri algjör snilld:D hver ætlar að taka þetta að sér?? Heilakapall, haustengi, hugsanasnúra...

Er að hlusta á Ágætis byrjun með Sigur Rós...er ANSI langt síðan ég hef skellt þessum disk á fóninn. Ég átti í smá umræðu við strák um helgina hver væri besta platan með þeim og þessi er alltaf í mestu uppáhaldi hjá mér. Þannig að núna fékk ég svona Sigur Rósar craving....

Æi, fokk..á sko ekki að vera að gera þetta núna!! Hugsið productive til mín....
Ciao bellas:)
Ladyhawke

p.s. afsakið seinasta póst....ætlaði ekki að ulla á fólk..skemmti mér bara svo konunglega fyrir framan myndavélina:D

Friday, December 07, 2007

....Do they know it´s Christmastime at all...


OOOOOOhhh,ég er komin í þetta líka ROKNA jólaskap:D (vitnað í Evu frænku;D)Var að klára SEINASTA skóladaginn fyrir jól og sit núna við borðið mitt upp í Skipholti og bíð eftir að mamma hringi. Við ætlum á jólagjafarölt. Það var líka jólamatur í hádeiginu hérna og seldur jólabjór. Ég bara búin að sofa í 4 tíma þannig að þessi eini jólabjór er að hafa aðeins meiri áhrif á mig en ég hélt;D

Þetta eru afleiðingarnar...












hhhmmm...er að spá að kíkja í heildsöluna og kaupa efni...voru víst að fá svart, hvítt og grátt!!:P alltaf gott að eiga ef að jólaörtröðin kemur kannski til mín;)

Hlakka ýkt til jólakvölds í kvöld....jólatónar, perl, föndur, jólanammi og allra best....góður félagsskapur...:D

En jæja, ætti að fara að taka saman, mamma er að fara að koma;)

Rugla..ég er Rugla...sumar rugla...

Over and out
Dágústína

Monday, December 03, 2007

...og ljósrita þig þá eintak af þér, á ég...

Ooohhh hvað það var næs að skríða aftur undir sæng í morgun:P Var ýkt dugleg að vakna til að fara og hitta Lindu, dreif mig í sturtu og upp í skóla að prenta út. Komst þá að því að Linda kæmi ekki í dag. Týbískt. Svolítið pirrandi en hvað getur maður gert....en guð minn góður hvað það var að kósí að koma heim kl.10 og skríða upp í rúm við byrtu aðventuljóssins;D

Aðventuljósið er það eina sem ég er búin að setja upp af jólaskrauti. Ég set það alltaf upp á fyrsta í aðventu. Þetta er eina mín svona hefð og það sem kemur sjálfri mér í mesta jólaskapið. Þegar aðventuljósin fara að sjást í gluggunum þá finnst mér vera að koma jól..svo hátíðleg og falleg;DAnnars held ég að aðventan hafi haft einhver voða softy áhrif á mig. Ég var svo hrykalega snortin og væmin eitthvað í gær....eða er ég kannski alltaf þannig??;D

Verð að skella einum Garfield með:















má kannski telja þennann brandara sem jólaskraut;D

En núna eru bara 1 vika eftir af skólanum...jæks...og NÓG að gera;) ekki það að ég á eiginlega 2 eftir miðað við lokaverkefnin og BA beinagrindina sem ég þarf að klára:S og eitt próf!! Then I´m DONE:D JIBBÍÍÍÍÍ...verð svo að vera dugleg að prenta og sauma og náttúrulega selja...vonandi gengur það eitthvað:)

Æi,ég er ekki að segja neitt hérna...best að hætta bara!!
Canuddle
Dágústína

Saturday, December 01, 2007

...Glitrar á glimmer húðina...

Sit heima hjá múttu og er að reyna að horfa á Bold...og surprise surprise, Brooke er aftur byrjuð með Ridge og ég held að hann hafi verið að byðja hennar í fjórða skiptið!! Þar sem þau hafa skilið svo hún gæti verið með föður hans allavega tvisvar og allavega einu sinni gifst bróður hans....hahahahahahha...sick sick people!:D Og BY THE WAY...hver hefur svona mikinn áhuga á RIDGE??? EWWWWW......

So, átti frekar góðann dag í gær....so gonna jinx it now:D Fékk 9,0 fyrir myndgreiningu sem ég gerði (skriflegt verkefni) en bjóst EKKI við svona hárri einkunn þannig að það var bara snilld. Fékk sendingu sem ég er búin að vera að bíða eftir, fór á sýningu Vesturport á "Hamskiptin" eftir Franz Kafka með Trixie. Sem var ótrúlega flott, enda ekki við öðru að búast. Held að ég hafi aldrei séð Ingvar E. í jafn fyndnu hlutverki. And bloody sexy as always:D Trixie valdi nú samt Gísla Örn framyfir eins og stelpurnar í skólanum. Þær búuðu bara á mig þegar ég sagði að mér fyndist Ingvar E. mest sexý maður Íslands...þær voru meira sammála Trixie:D

Þannig að núna er ég að fara að vinna í le Kringl. Keyrði þar framhjá áðan og OH MÆ FRIGGIN GOD..það er rétt kominn 1.des og þá fer geðveikin af stað:S Ég verð örugglega heppin ef ég treðst ekki bara undir.

fuuukkk...er að verða of sein..over and out!
Glingló