A day in the life of Shirley

Undir regnboganum

Monday, July 23, 2007




Jæja, nafnið komið í ljós...MJÖG flott nafn, sterkt, íslenskt og flott:) Hæfir vel svona kraftmiklum hnoðra eins og hann er;) Nafnið er alveg út í loftið þó að það sé einn í fjölskyldunni sem heitir sama nafni. Ég verð að viðurkenna að hann er sá eini sem ég hef þekkt sem heitir þessu nafni og því pínu skrítið að fara að tengja þetta sama nafn við nýja hnoðrann....kannski af því að maður þekkir hann ekki alveg eins mikið ennþá og hans persónuleiki á eftir að koma meira í ljós...could be:)


Annars var skírnin alveg æðisleg og allt svo heimilislegt og kósí:) Ég fór samt að pæla...í miðri athöfn;D....hvort að fólkið myndi móðgast ef ég færi ekki með trúarjátninguna?? Eða sko, þar sem að ég hef eiginlega hingað til ekki gengið til alataris við ýmsar athafnir af því ég hef ekki verið viss hvort ég trúi, finnst þá soldið asnalegt að vera staðfesta eitthvað sem ég kannski trúi ekki á. Og þá fór ég einmitt að spá í þetta í afhöfninni...en samt ótrúlega asnalegt að koma ekki. Því að þó að maður sé ekki sömu skoðunar eða trúar að þá vill maður sýna sinn stuðning og vera til staðar. Ég ræddi þetta eitthvað aðeins við múttu og þá sagði hún...en ég meina þá gæti maður líka alveg sleppt því að koma og koma bara í veisluna. En það er líka svo fáránlegt...því að þó að maður trúi ekki því sama þá þýðir það ekki að maður sé glaður og ánægður fyrir annarra hönd:) Og ef ég t.d. gengi á Ásatrúasöfnuðinn og væri sú eina í minni fjölskyldu, ákveð að gifta mig og mundi þá enginn koma í athöfnina bara af því þau væru ekki sömu trúar!!


Varð annars að skella inn þessari krúttíbollumynd af litla Hlö....ég meina Þráni Berg;) með frænku...þeas. múttu minni:)
Annars bara á fullu að sauma og prenta...krossa fingur fyrir mér...þarf að kaupa nýja baðsköfu handa mömmu;)
Knús
Ladyhawke


Thursday, July 19, 2007


P.S.


Gleymdi að ég ætlaði að setja þessa inn...smá tilraun hjá okkur Björk að taka mynd af slánni minni.....langar svo að taka flott photoshoot af fötunum, einhver með hugmyndir???


....Hold me closer to your heart, never let me go...


OK,núna er ég endanlega bloggheiminum til háborinnar skammar:S Þetta er ekki sniðugt. Er að vísu farin að nota myspace síðuna mína meira þannig að það er kannski ekkert skrítið að ég skrifa ekkert hér:D En þetta er ekki hægt þar sem að meira að segja mamma er farin að butt in og kalla mig lélegan bloggara:D

Allt að gerast....farin að selja föt og skart í búð sem heitir Fígúra og er á Skólavörðustígnum...sooo..allir að kíkja þangað:) Ég er mjög ánægð með þetta og spennt fyrir framhaldinu. Þau eru frábær, þau sem eru með búðina (eða hann, þau eru par).

Ég er MEGA spennt fyrir laugardeginum þar sem að Eva frænka er að fara að skíra kútinn sinni og ég er að deyja úr forvitni yfir nafninu:P Þau mæðginin eru algjörar rúsínur og finnst mér eins og Eva sé algjörlega fædd í þetta hlutverk...stendur sig með glæsibrag enda ekki við öðru að búast:)...og by the way Eva, þá reikna ég með því að fá rúllu:P....DJÓK:D
Skírnin verður heima og finnst mér það æðislegt..ekkert betra en bara kósí heima með vinum og ættingjum og þeim sem manni þykir vænt um, þar sem manni finnst best að vera..heima:)
Búið er að plata mig í að sauma undirkjól undir skírnarkjólinn og er ég hæst ánægð með að geta hjálpað og taka smá þátt;)

Ég hoppaði næstum hæð mína í morgun yfir rigningunni....svo ferskt og gott...smá tilbreyting eftir alla þessa sól:D Ég veit,ég veit....enginn kvartar eins mikið og ég þegar það er rigning og maður vill helst sem mesta sól en það er orðið soldið mikið þegar maður er hættur að geta sofið á nóttunni vegna hita og það á litla Íslandi:D

Svo er það stóra spurningin....hver ætlar að koma með mér á Harry Potter??? Ég er frekar spennt....any one, Buller, Buller???

Over and out
Inga