A day in the life of Shirley

Undir regnboganum

Monday, July 31, 2006

.....Það besta sem...Guð hefur skapað.....er nýr...dagur...

Vá, Sigur Rós í gær á Klambratúninu. Þeir eru ALLTAF jafn magnaðir. Ég er búin að uppgötva að "Viðrar vel til loftárásar" er held ég bara fallegasta lag sem ég veit um. Ég fæ alltaf hroll og tár í augun....sérstaklega þegar það er svona live. Ég fór alveg fremst, til hliðar að vísu, í enda tónleikana og stóð beint fyrir framan hátalarana. Verð að viðurkenna að þetta var the ultimite musical orgasme, að finna tónlistina skella á líkamanum, ég titraði öll bara af hljóðinu sem kom úr hátölurunum...svo ekki talað sé nema bara um sjálfa tónlistina. This might sound like porn to some but music addicts should know what I mean;)

Þar sem að enginn af mínum vínkonum er svona mikill fíkill eins og ég, endaði ég með því að hitta mömmu og ömmu á Klambratúninu. Sem var mjög gaman....amma er svo svöl...við erum að tala um að hún er ný orðinn 80 ára og hún keyrir um á yaris og fer á Sigur Rósar tónleika....could you find a more cool grandma:)
Takk kærlega fyrir skemmtilegt kvöld í gær dömur mínar...:*

OOOHHHH...ég er með eitthvað gamalt eyja lag á heilanum....ekki af því að ég heyrði það í útvarpinu eða neitt svoleiðis...ætli þetta fylgi bara árstímanum....bara það að vita að Verslunarmannahelgin sé handan við hornið:D

Ég ætla svo að slappa af um Verslunarmannahelgina og finna náttúrubarnið í sjálfri mér....vaða berfætt í læki og svona....

ble...
Shirley

Wednesday, July 26, 2006

...Hello Kitty á Íslandi...

OH MÆ GOD.....Hello kitty er kominn til landsins og situr nú malandi í fangi tollsins á Íslandi og bíður með eftivæntingu að komast í fang nýja eiganda síns....sem sagt til mín:D

Þannig að ef þið sjáið mig eitthvað á næstunni á förnum vegi, með bros út að eyrum í mínum eigin heimi...þá er ég líklegast að klappa Hello Kitty minni í töskunni og hún sendir mér í staðinn fallega tóna að mínu eigin vali í gegnum heyrnatólin...þannig að ég afsaka fyrir fram ef ég sé ekki með einbeitinguna alveg 100% á annað eða aðra í kringum mig:)

Hún kemur nú samt aldrei í staðinn fyrir Ronna....

Pingu

Tuesday, July 18, 2006


.....Myndafillerí dauðans....

Ég er búin að komast að því að ég bý við algjöra náttúruparadís....að fara niður við Ægissíðuna í góðu veðri, kíkja í fjöruna.....er ÆÐI!! Ég fór á hálfgert myndafillerí á sunnudagskvödið....ein(ótrúlega lonely eitthvað) niðri í fjöru en það var alveg frábært:D Vantaði bara fyrirsætu;) Tókst ekki að finna hvar maður getur sett myndavélina mína á tíma....þarf að fikta meira greinilega:P Held að fólkið sem hafi verið niður við Ægissíðuna þetta kvöld hafi haldið að ég væri einhver frekar nutty túristi á myndaflippi:DEn tók þessa mynd hér til hliðar og finnst hún soldið flott ef ég á að vera alveg honest....hvað finnst ykkur???

Ég hef smitast alvarlega af myndaæði....ekki það að sumir myndu nú halda fram að það hafi hrjáð mig alla ævi:P En núna er ég bara yfirleitt alltaf með myndavélina á mér...so if I see something I´m ready:D

Afhverju hef ég áhuga á svona mörgu....það er frekar óþolandi....helst vildi ég geta gert bara allt, ljósmyndun, myndlist, leiklist, tónlist, fatahönnun, hönnun, skartgripahönnun....and so on!!!GAAAAAAAHHHHHHHH......

To more important things....haldiði að ég hafi ekki keyrt fram hjá Vesturbæjar goðinu á Hringbrautinni í gær......ég sver það ég var með hjartslátt þegar ég kom heim. SOOOOOOOOOOO....good looking:P Mamma spurði mig hvort að hefði ekki hugleitt að taka hann með hurðinni...ég sagði henni að ég hefði hugleitt það, taka hann með hurðinni, bjóða honum heim í brownies og leyfa honum svo að gista:P þá sagði hún...já, kannski brownies með svefnlyfi....nei, annars þá yrði lítið gagn af honum!!:D SNILLD......

Eina er samt....hann má alveg halda skegginu...nýbúinn að raka sig, finnst það ekki nógu sniðugt!! Ahhhh...karlmanns skeggbroddar....getur ekki verið meira sexy:P Það er alveg hrikalega flott svona 2 daga skegg á karlmönnum.....anyone agree??


Ok, þetta er orðið mér of mikið að hugsa um þar sem ég er í vinnunni.....nothing sexy there:S Bíð og vona eftir að Vesturbæjargoðið láti sjá sig í búðinni....yea, in my dreams:D

óver og út
Pingu

Friday, July 07, 2006

....I´m a fool who dreams of the things I can never have.....

Merkilegt hvað hin minstu komment geta gefið manni mikið. Sérstaklega þegar maður á ekki von á því.....so people, don´t be shy to say these thing to other people. Without you´r knowledge...it can make their day:D (I know it made mine;))

Jæja, ég sit enn eina ferðina inni í Kringlunni á sólríkum sumardegi og horfi með löngunaraugum út í blíðuna. Ef eitthvað er þá á ég eftir að vera fölari en ég var í vetur eftir þetta sumar.

Svo eru S&S búnar að bjóða okkur í "thank you dinner" í kvöld.....partýskinku, brúnaðar kartöflur og alles....SLEF.....það mætti halda að þær séu að reyna að fita okkur, pitsu seinasta sunnudag, hátíðarmat núna....what next??:D Djók......hlakka mjög til!! Nothing better than stuffing one self out in company of good friends:P

Þetta er alveg merkilega rólegur dagur.....en guð hvað ég ÞOLI ekki krakka sem eru að leika sér að því að fara út og inn um dyrnar til að heyra í bjöllunni.....makes me go BONKERS!!

Enginn enþá búin að kaupa eyrnalokkana mína í búðinni....er soldið svekkt..en hver veit...kannski gerist eitthvað bráðum:P Vonandi...

Since we are on this subject. Ég skil ekki póstinn og Tollinn hérna á þessari eyju. Það er eins og þeir hjá Tollinum stingi bara hendinni randomly i hrúgunu af pökkum sem koma til landsins, dragi einn upp og segji..." Hey, tollum þennann!!"...friggin enoyin.....

Best að hætta svo ég pósti þetta nú einhverntímann:D
So long all my loves...
....my love, is so much more than that.....vá, nú fæ ég þetta lag á heilann...(Mark litli Owen)
Ble
Pingu the bird girl