A day in the life of Shirley

Undir regnboganum

Wednesday, May 26, 2004

LOKSINS,LOKSINS,LOKSINS....komst ég inn á neitð!! Nettengingin mín er gersamlega að gera mig GEÐVEIKA!!GGGRRRR....stundum kemst ég inn..stundum ekki...stundum dett ég út bara allt í einu og stundum er allt í fínasta lagi:S Am going bonkers!!
Well, núna eru allir næstum í útlöndum.....Trixie fór í morgun Bretlands....LONDON BABY....mútta er að fara til Ítalíu með vinnunni í nótt og verður í 5 daga...LUCKY THING...og svo er Domino að fara til her beloved Scotland á föstudaginn.....LUCKY THING TOO!! Hún er einmitt örugglega að fara að hitta Paul vin minn, pennavin minn í 4 ár, sem hún er að fara hitta í ANNAÐ SKIPTI en ég hef ALDREI hitt hann!! Sounds a bit wierd:D
YESSSS....commentkerfið komið á, allt Arnari Snorra, vini hennar Domino, að þakka;) Takk kærlega fyrir það,you´r a doll!!;)
Verð líka að þakka Black Francis fyrir ítrekaðar tilraunir til að reyna að kenna mér þetta en þar sem að ég er alger lúði með svona, þá gekk það ekki alveg, en takk samt kærlega líka fyrir hjálpina;) Þannig að nú er ÖLLUM VELKOMIÐ að kommenta hjá mér;) JIBBíííí....

Jæja, eins og ég sagði þá er hún Domino mín að fara til Skotlands! Ég óska henni góðs gengis og auðvitað vonast ég til að henni takist það sem hún ætlar sér úti. Verð samt líka að vera smá sjálfselsk og segja að mig langar ALLRA helst að hafa hana heima á klakanum þegar ég kem heim í byrjun júlí;)

Já, svo er Spears líka að fara til LONDON 17.júní...ferð sem hún vann.....algjör grís;) Og mamma síðan aftur 18.júní til 4.júlí og verður líklega ekki heima þegar ég kem heim......hver býður sig fram að koma að sækja mig út á flugvöll???:..S Held samt að það verði soldið gaman að taka á móti henni svona einu sinni;)

Ég var líka að skoða myndir úr útskriftinni hennar Spears hérna áðan, og ég verð að viðurkenna að ég fékk alveg hnút í magann....mér finnst ég hafa misst af svo stórum degi í lífi einna bestu vinkonu minnar...:S Finnst þetta ekki nógu gott. Þarf líka að ákveða gjöfina handa henni....get ekki ákveðið mig, er búin að fara 2. í bæinn að skoða og á alveg rosalega erfitt með að ákveða mig:S

Well, ætla að hætta að blaðra og fara að gera eitthvað af viti...klára listann sem ég var búin að gera yfir hluti sem ég þarf að gera og svona;)

Knús
Shirley

P.s. Kalli kónguló er FLUTTUR....JIBBÍÍÍ...nú fæ ég allavega ekki lengur hroll þegar ég kem heim;)

Sunday, May 23, 2004

...by the way, viðbjóðslega kóngulóin sem býr fyrir utan hjá mér, druknaði EKKI í rigningunni um daginn....því miður:( Hann heitir núna Kalli kónguló eftir mér og Trixie! Hann býr víst líka inn í þakinu....vonandi heldur hann sér bara þar...:S

Hilsen (hhrroolllurrr)
Shirley

Hey, JIIIBBBBííííí.....ég held að mér hafi LOKSINS tekist að koma á svona commentkerfi á bloggið mitt:)Þannig að það er ÖLLUM velkomið að segja eitthvað sniðugt;)

Verð að koma einu á framfæri, Domino, þú ert freakin SNILLINGUR eftir það sem þú gerðir í gær....DJÖFULL er ég stolt af þér:D Klöppum fyrir henni;)KLAPP,KLAPP,KLAPP.....

VVVVÍÍÍÍÍ.....ég er að fara í bíó í kvöld...get varla beðið eftir að komast út úr "MY HELL HOLE" þar sem ég er búin að vera KLESST við tölvuna í næstum 2 DAGA að LÆRA!!Fór ekki út fyrir hússins dyr í gær en er samt búin með enskuverkefnið.....hitt er ég ekki ALVEG að skilja:S

Ég held samt að ég sé að fara yfir um á hugmyndaflæði þessa dagana....þarf að fara að drulla mér að gera eitthvað af viti í vikunni!! Er eiginlega farin að halda að ég sé með einskonar hugmynda-vökva stundum í staðinn fyrir blóð:D

Jæja,ég ætla að fara að hætta að bulla og koma mér að verki....gera verkefni sem ég skil ekki.....gaman að vita hvernig það endar:D

Chiao
Shirley

Saturday, May 22, 2004

....nota orðið "jæja" of mikið...þarf að passa mig á þessu:S...

Jæja,núna er Trixie komin og farin aftur...búhúhúhúhú!!:..S En við áttum alveg frábæra viku hérna í Danaveldi;) Lágum í leti,ég sýndi henni bæinn by day and night;), helltum okkar fullar við Eurovision ásamt Þórkötlu og skemmtum okkur alveg konunglega, fórum í smá shopping ferð til Árhósa þar sem ýmislegt var verslað og margt fleira. Ég verð að viðurkenna að ég er mjög hrærð að hún vildi koma og heimsækja mig. Hef lengi átt vinkonur í Danmörku ásamt fleiri stöðum og ALDREI hefur neinn komið að heimsækja mig. So Trixie, get varla lýst með orðum, þakklætinu og ánægðinni yfir að þú skildir koma:*

Á annars að vera læra...er EKKI að nenna því!:S Ensku verkefni og Logistik verkefni sem á að skila á mánudaginn. Ég og Þórkatla erum líka LOKSINSDRULLA okkur í bíó að sjá Passion of the Christ núna annað kveld. Við erum algjörar.....;) Er líka búin að lofa henni að fara með henni á Troy að sjá hann Brad hennar.....er líka bara farið að hlakka til, hann lítur held ég ekkert ílla út í brynju og stuttu pilsi:P Fyrir utan að það eru fleiri flottir og góðir leikarar í myndinni;) Við gerðum neflinlega díl fyrir löngu,ég og Þórkatla, hún kom með mér í bíó á "Cold mountain" með honum Jude Law mínum ef ég kæmi með henni á Troy að sjá Brad Pitt fyrir hana:) Þórkatla var bara mjög ánægð með "Cold mountain" og ég er bara spennt fyrir Troy þannig að þetta verður allt hið besta mál;)

Ætla líka að óska henni Dagrúnu minni til hamingju með stúdentshúfuna í gær(þó að ég sé búin að senda henni sms,hringja og skrifa á heimasíðuna hennar)....I WISH I could have been there...en ég var með þér í anda því þetta er stór dagur og vonandi ertu ánægð með hann:) Gott að þetta er búið;)
Er samt ennþá í vandræðum hvað á að gefa rófunni í útskriftargjöf:S Hún gaf mér nokkrar hugmyndir en veit ekkert hvað ég á að velja.....hhhmmmm.....!!!

Er annars farið að hlakka alltof mikið til að flytja heim, er eiginlega bara sick! Búin að merkja inn í dagatalið mitt að það eru nákvæmlega 40 dagar í dag í 1.júlí en þá missi ég íbúðina:D hehehhehe....skrítið að hlakka til yfir einhverju svona!

Var líka að komast að því að MAUS er að hita upp fyrir Placebo í höllinni! Ég á miða og gæti ekki verið meira ánægð þar sem að Maus er í miklu uppáhaldi hjá mér:D

Eitt í viðbót.....hún Þórkatla vínkona mín, gerði róttæka breytingu í gær. Hún fór í klippingu og klippti sig stutt. Er núna með líka þessa flottu, soldið tjásu,pönk klippingu. Hún er gjörsamlega að springa hún er svo ánægð:) Ég er líka svo stolt af henni, þetta er svo flott að gera svona! Fyrir utan það að hún á það pínu til að tala um hlutina soldið lengi áður hún lætur verða af því:D Fór sjálf og lét snirta aðeins hanakampinn;)þarf að vísu að lita það líka en ætla bara að gera það sjálf, hitt er svo dýrt:S

Jæja,ætla að hætta að blaðra.....fara að drulla mér að gera eitthvað af viti! Þó það verði ekki að læra, kannski að taka smá til í þessu rusli hérna heima hjá mér og seta í þvottavél, er í næstum seinustu nærunum:D
úff....hvað er ég að deila þessu, sound like the worst housewife:S

Jæja
knús
Shirley

Thursday, May 06, 2004

Hi again!!

Vonandi er það ekkert á móti reglunum að blogga 2 á einum degi??;) ég var bara eitthvað svo leið og vonlaus áðan en setti svo Led Zeppelin á fóninn og það lyfti mér næstum bara upp til skýja:D "The battle of evermore" er bara að gera það í dag......ótrúlegt hvað eitt lag getur gert mikið fyrir mann. POTTÞÉTT eitt af uppáhaldslögunum mínum:) Er samt í algeru letikasti, hangi bara á netinu í staðinn fyrir að gera eitthvað af viti....er algjör:D
Varð bara aðeins að koma á framfæri að mér liði betur.....og að þetta er alveg DEFFINENTLY uppáhalds Zeppelin lagið mitt..."The battle of evermore" allt Þórkötlu að þakka;)

Hilsen
Shirley

Yellow...

JIBBí...bara 4 dagar þangað til að Trixie kemur að heimsækja mig:D Sit varla kjurr af spenningi. Ætla að læra og taka til um helgina svo að ég þurfi þess sem minnst meðan hún er hérna. Er líka að plana heimsókn á æskulóðir mínar í Árhósum með hana.....vonandi finnst henni það gaman;)

Oh,ég hef akkúrat EKKERT merkilegt að segja.....er alveg tóm eftir að ég las bloggið hjá kebabinu mínu, hún er svo mikill snillingur að skrifa, mér dettur aldrei neitt í hug, fæ bara minnimáttarkennd:) Er að vísu sammála henni í einu.....ég er líka alger auli þar sem að ég fæ ekki kommentkerfið til að virka:S

Hilsen
Shirley