...You´r flawless skin....
Ég og kebabið skelltum okkur á útgáfutónleika á Nasa með Esju. Hljómsveit sem inniheldur meðal annars Daníél Ágúst og Krumma úr Mínus. Þeir voru hverrar einustu mínútu virði...my god...reyndar er ég kannski soldið blind af ást þar sem Daníél Ágúst er í MIKLU uppáhaldi hjá mér og Krummi hjá Kebabinu.
Málið er bara að þeir spila saman blúasð rokk og ég er svo glöð að fá eitthvað nýtt á tónlistarsviðið sem er ekki electro eitthvað dót. Alveg kominn tími á eitthvað annað og þar sem ég er í grunninn algjör hippi þá býð ég rokkið alltaf velkomið. Ég er búin að eiga diskinn í tvær vikur, því ég rauk strax út í búð að kaupa hann um leið og hann kom út og þekkti því aðeins til lagana. Það sem mér fannst mest áberandi var hvað Daníél Ágúst er góður söngvari. Ég heyrði engann mun á söngnum frá plötunni þótt að þetta væri live og eru live tónleikar fyrir mér alltaf betri. Mér fannst líka sjást vel hvað þeir njóta þess að vinna saman og er svo gaman að sjá fólk úr ólíkum áttum
taka sig saman og gera eitthvað nýtt. Ég hefði aldrei parað þá saman í hljómsveit en er algjörlega fallin fyrir þessu bandi og get ekki beðið eftir að heyra meira frá þeim:)
BTW þá er kebabið my HERO eftir þessa tónleika. Hún er alltaf að halda því fram að hún sé svo feimin.....nei,nei....við biðum aðeins eftir að fólkið fór að týnast út og kom þá Daníél út á sviðið eitthvað að brastast, hún gerði sér lítið fyrir og kallaði í hann og fékk hann til að árita diskinn sinn sem hún hafði keypt á staðnum. Svo gerði hún sér lítið fyrir og smeygði sér bakvið og hitti akkúrat á Krumma og fékk hann líka til að skrifa og fékk knús og koss og allt:D Ég vildi að ég gæti þetta, en ég þorði ekki fyrir mitt litla lífa að elta hana:D
Ég var ekki með minn disk og gat því ekki sent hana með minn en hún var svo sæt að rífa af helminginn af coverinu og gaf mér áritunina frá Dágústinum, ÓGEÐSLEGA GÓÐ við litlum mig:D
So, my kebab, þú ert MY HERO and og besta vínkona í heimi:D I rest my case;)

(mynd fengin af myspacei Esju : http://profile.myspace.com/index.cfm?fuseaction=user.viewprofile&friendid=140243514)
