...They call me the seeker....
HHhmm....jæja, þá er crazynessið loksins yfirstaðið:) Ég hef ekki verið í standi síðan tískusýningin kláraðist og útskriftarsýningin opnaði til að skrifa orð hérna inn. Aljgörlega tóm í hausnum, eins og allt kreatívt hafi farið út á runwayið á tískusýningunni og orðið síðan eftir niðri á Kjarvalsstöðum á opnunardaginn. Enda er ég næstum búin að sofa síðan opnunin var. Við erum búnar að fara í krítík og var hún ekkert nema klapp á bakið hjá okkur öllum. Ætli það sé hægt að rífa mann niður eftir svona törn....?? Núna bíð ég bara eftir einkunn, vonandi fáum við hana fyrir útskrift, ég trúi eiginlega ekki öðru. Það er ekkert meira pirrandi heldur en að fá að vita svona þegar þú færð plaggið. Ef maður fær síðan kannski ekki einkunnina sem maður vildi fá þá gæti það alveg eyðilagt daginn.....ætla að tékka snöggvast inn á myschool!!!!!
Neibb...ekkert komið!!
En ég vil líka nota tækfærið og þakka þeim sem hjálpuðu mér alveg svakalega vel fyrir:) Ég hefði ekki getað gert þetta án aðstoðar hvort sem það var að sníða, klippa eða sauma, erendast, koma með mat eða bara andlegan stuðning, halda manni félagsskap fram á nætur osfrv. Ég get ekki lýst því hvað ég er þakklát fyrir að eiga svona góða að, vini sem ættingja:) Takk elsku þrælarnir mínir, ykkur verður verðlaunað í sumar....það er að segja þegar ég er aðeins í hagstæðari stöðu;D
Ég er hins vegar að fá meira og meira shjokk þessa dagana yfir því að þetta skuli virkilega vera að verða búið....bæði sýningin sem maður er búin að stefna að í fleiri vikur og svo bara skólinn yfir höfuð. Hefði alveg viljað hafa skólann 4 ár....kannski að maður væri ekkert mikið meira tilbúinn þá, hver veit:D
Þannig að ég leyta ljósum logum að vinnu...vinnu sem gæti verið skemmtileg fyrir frík eins og mig og vinnu sem ég gæti hugsanlega líka haft í vetur:)
jæja,best að einbeita sér að því að skanna inn í portfólíóið sem ég á að vera að gera fyrir skólann....
hugs
Glingló