A day in the life of Shirley

Undir regnboganum

Tuesday, October 30, 2007


.....Kæliboxið mitt...

Ok, ég vil byrja á að kvetja ALLA sem lesa að kvitta.....það er ekkert skrítið að maður bloggi ekki ef maður sér ekki að það er einhver sem les.....væri allavega very happy og myndi þá kvetja mig til að skrifa meira;)

soooo....var í halloween partýi hjá S&S á föstudaginn....það var svaka stuð. Fór sem Fegurðardrottning Íslands 1986 í fjólubláum 80´s kjól með vöfflur í hárinu....didn´t think I would see the day;D Er núna að njóta þess að vera í vetrarfríi en er samt að rembast við að reyna að skrifa eitthvað markaðsfræði verkefni sem ég skil eiginlega ekki alveg hvernig ég á að skrifa en ætla samt að reyna...vonandi verður það allavega þannig að ég nái;D FRIGGIN FRÆÐIEININGAR!!

Ætla nú samt að reyna að vera dugleg að prenta...og sauma...VERÐ að gera það! það er bara ein peysa eftir í búðinni og hún er búin að slá met í hvað hún er búin að vera lengi til sölu miðað við hinar peysurnar og slárnar. Það vill hana hana enginn greyið....hhmm...þarf að laga það;D

Ok,ég veit að ég er ekki frumlegust í heimi en ég get ekki hættt að fikta í photobooth...þetta er bara of skemmtilegur fíduss á tölvunni...og ég gersamlega eeeelska þennan Lichtenstein filter:P


Ok, ég VERÐ að hætta að gera allt annað en að klára þetta markaðsfræðiverkefni.......massa þetta!!! go go go go...

over and out
Glingló

Friday, October 05, 2007

Jæja, er ekki alveg kominn tími á eitthvað blaður hérna....það er að segja EF EINHVER les þetta yfir höfuð. Ekki hef ég allavega heyrt neinar kvartanir um að ég bloggi ekki þannig að....:D

Anyways, ég vildi eiginlega bara koma því á framfæri að fólkið í kringum mig ætti eiginlega ekkert að búast við því að sjá mig fram í apríl í vor. Var að komast að því að útskriftarsýningin opnar 19.apríl sem þýðir að tískusýiningin er líklegast kvöldið áður eða 18.apríl. Þetta er næstum því mánuði fyrr heldur en sýningin í fyrra og við þurfum að gera ennþá fleiri outfit þar sem við erum svo fáar. Þannig að ég held að fólk ætti hér með bara að reikna ekkert með því að sjá mig neitt á vorönninni framað opnun sýningarinnar:D

Annnars er þetta fyrsta skiptið sem ég skrifa hérna á nýja Makkann minn, ástin í lífi mínu:P Hingað til hefur mér ekki tekist að eignast raftæki sem komst svona hátt í virðingarstiganum nema kannski vasadiskóin, geislaspilararnir og núna ipodinn sem ég hef átt í gegnum tíðina:) Hún fékk nafnið Whitney þar sem að ipodinn minn heitir Bobbí þá kom eiginlega bara ekki annað til greina.

Hins vegar varð fyrir mér mjög langþráð sjón á mjög venjulegu þriðjudagskveldi á Hressó. Allt leikara liðið úr Vesturport hópnum úti að halda upp á lýklegast frumsýningu á Hamskipti. Og þar í hópnum var náttúrulega hinn eini sanni Ingvar E. Sigurðsson, sem flestir vita nú þegar að er í miklu uppáhaldi hjá mér í ansi mörg ár. Hann er og verður alltaf mest SEXÝ maður sem ég hef séð:P Ég er búin að bíða eftir þessu að rekast á hann síðan Hófí rakst á hann úti í Melabúð but no luck until now. Domino fannst hann vera í einhverjum of miklum 80´s fíling en ég náttúrlega sé ekki sólina fyrir manninum. Ég held samt að Basneski vinur hennar Domino fannst ég frekar skrítin...I mean he is soo old:D

hhhmmm...ætla að fara að hitta domino for lunch...Haute Couture madness búið í dag....JEEEIIIJJJJ!!! erum núna að fara í menswear...spennandi:P

Over and out

Glingló