...Coming of age..
Ég sat áðan og fletta milli sjónvarpstöðva meðan ég var að ákveða hvað ég ætti að fá mér að borða í kvöldmat. Ég rakst inn á Ísland í dag á stöð 2 þar sem var verið að fjalla um byrjunina á Verslunarmannahelginni í ár. Það er TOTALLY búið að lækna mig á útihátíðar og Eyja þrá um Verlslunarmannahelgina....púff......er ég orðin svona gömul? Að vera drullufegin að vera ekki um borð í Herjólfi þar sem voru meðal annars strákahópur í eins jogging göllum, allir með gælunafn prentað á bakið og þar á meðall einn sem kallaði sig "Skaufinn"???
NEI TAKK segi ég nú bara..
Ég ætla bara að vera lúði og flýja í kyrrðina einhverstaðar út á land og vera afslappelsi og túristaleik:) Þar að segja ef að verður veður ti:P
Fór einmitt í bankann í morgun til að leggja inn launin mín. Skundaði því út í Landsbanka áður en ég tók strætó í morgun og vonaðist til að hitta á Katrínu systur þar sem hún er að vinna þar sem gjaldkeri. Hepnnin var með mér því hún var ein af þremur og var ég númer 12. Ég svitnaði aðeins yfir því að kannski myndi ég missa af strætó og svo óheppin að lenda ekki á Katrínu en svo var ekki og varð ég voða glöð þegar blikkaði 12 á skilltinu hjá henni. Hún var náttúrulega hress að vanda og alltaf gaman að hitta hana. Ég verð samt að viðurkenna að upplifunin var soldið skrítin að þekkja gjaldkerann. Að gjaldkerinn væri ættingin þinn og vinur. Mjög traustvekjandi en þar sem hún sat með mína fjárhagshagi fyrir framan sig þá fór mér allt í einu að líða illa yfir því að hin stapíla og duglega systir mín hefði yfirlit yfir mína fjárhagi. Ekki það að auðvitað treysti ég henni 200% en allt í einu fannst mér eins og ég þyrfti eitthvað að fara að afsaka mig fyrir henni, mína fjárhagstöðu. Það rann allt í einu upp fyrir mér hvað bankaupplýsingar manns eru eitthvað mikið private area....ég varð allt einu svo nakin eitthvað:D
BY THE WAY...er á leiðinni til Istanbúl með skólanum í september.....SHJIBBÍ:D
VEIT EKKI hvað ég á að gera í tilefni 25 ára afmælis míns...any ideas?? Er samt ekkert á bömmer yfir að verða 25 ára...finnst það alls ekkert hræðilegt!!
This ones for all us fashionistas...FRIGGIN SNILL:D

Hugs to ya all
Ladyhawke
