A day in the life of Shirley

Undir regnboganum

Tuesday, April 03, 2007

....If I was a carpenter and you where a lady, I´d marry you anyway and have your baby...

Ok, auðvitað myndi ég giftast smið...spekúlantar segja mér að ég eigi eftir að enda með smið þar sem að það virðist sem allir gaurar sem mér finnst remotely interesting eru einhvern veginn tengdir smíðagreininn;D

Anyways, ég er loksins að komast upp úr þreytu mókinu sem ég er búin að vera í eftir sýninguna. Hef aldrei lennt í svona klikkaðri vinnutörn en má alveg búast við því fyrir útskriftarsýninguna næsta vor, ef ekki verri...:S úfff.....það á eftir að vera stórt jobb. Kom mér samt á óvart hvað ég er ekki komin með ógeð af að sauma. Stelpurnar á 3.ári voru alveg bit yfir því að ég var komin upp aftur á 4.hæð að sníða 2 eða 3 dögum eftir sýninguna..."ertu ekki komin með ógeð?";D Ég er sem sagt búin að sauma 2 flíkur síðan. Bol á Þóreyju frænku sem var að fermast og svo kjól á mig. Restin fer í óléttu gammó handa Evu frænku. Hlakkar meira að segja til að byrja að sauma á morgun þegar ég er búin í skólanum og komin í páskafrí:P
Þarf samt kannski að fara að vinna þannig að það verður kannski ekki fyrr en annað kvöld;D

En sýningin tókst samt rosa vel. Ég var eiginlega bara hrærð yfir því hvað komu margir frá mér:D Stelpurnar, Trixie, Domino,S&S, mamma, amma, Valla frænka, Sigrún, Systa og stelpurnar, Guðjón,Þrúður, Eva og meira að segja Óli og Óskar líka:D Já, Binni og Bjargey og meira segja Bryndís hárgreiðslukonan mín og Sigga. Og náttúrulega Hlöbbi litli með Evu;D Ég held að ég hafi bara slegið met þarna;D Sýningin varð líka svo flott af því þetta var haldið á svo flottum stað....Kjarvalsstaðir:P Mega flott...ekki amalegt að hafa á ferilskránni að hafa verið með tískusýningu á Kjarvalstöðum:P

Svo er verið að reyna að pimpa mig eitthvað inn á Myspace....hefur alltaf langað að vera með myspace en ég kann bara ekki baun á það:O eina er líka með Myspace og Yawn og allt þetta að það er svo pirrandi að til að commenta þurfi maður alltaf að vera member...friggin!! En mjög góð aðferð að koma sér á framfæri held ég.....þannig að það er bara vinna í þessu. Komast í kennslustund í Myspace-síðu-gerð hjá Ösp sem vinnur með Domino:P

Well, anyways, ætla í bælið, fara að sofa svona á skikkanlegum tíma svona einu sinni.....

BTW...svarti lakrísinn is back in Vesturbær og ég var að fatta að hann verður tvítugur á næsta ári:D Lengi lifi svarti lakrísinn:D

Hugs to ya all
Glingló