A day in the life of Shirley

Undir regnboganum

Friday, October 21, 2005

jæja...það er nú ekki hægt að segja að ég hafi verið dugleg að skrifa seinustu mánuði en núna er ég að velta fyrir mér að breyta gangi mála;) Þar að segja ef ég sé einhvernveginn fram á það að hafa tíma til þess hvað þá anda þessa dagana.....úffff!!!

Get eiginlega ekki beðið eftir að að komast á langþráða tónleika með Anthony and the Johnsons sem ég fékk LOKSINS miða á....svo ekki sé minnst á hina yndislegu Trixie sem að gerði það fyrir mig að panta miða og sá um að panta miða fyrir okkur á Sigur Rós:D JEIJ....get ekki beðið eftir báðum. Elska tónleika eins og margir vita....

Ég held samt að ég hafi komist að því af hverju við borgum svona mikið í skólagjöld. Ég held að ég hafi ekki prentað eins mikið út á ca. 2 mánuðum eins og á allri minni skólagöngu yfir höfuð.....og það ALLT Í LIT!!! Ég held bara að ég sé komin með nokkur prenthylki í blöðum:D

Svo er Halloween um næstu helgi og S&S ætla að halda partý og það VERÐA ALLIR að mæta í búning. Ég er búinn að ákveða minn en ég ætla ekki að láta það upp hér því að gestgjafarnir meiga ekki frétta;) Svo er Trixie löngu búin að ákveða sinn búning og vill ekki segja múkk þannig að ég er orðin frekar spennt á því hvað hún ætlar að vera;) Any clues???

Og Jude bara dottinn algerlega af toppnum...hhhmm....ekki það að ég hef fullt af flottum köllum to take his place. Hann þarf að allavega að gera eitthvað svaka mikið til að komast aftur í náðina...belive me!!! Gotta find a new man:P

mmm....flautusleikjó...reminds me of my youth:D

Should stop here.....before I start rambeling...;)

Chao
Pingu