A day in the life of Shirley

Undir regnboganum

Sunday, May 08, 2005

...So dream on little sister, dream on...

Wow, er með Portishead feitt á heilanum....:S Ég er búin að vera feitt menningarleg síðustu tvær helgar. Seinustu helgi fórum ég og Eva frænka í bíó á kvikmyndahátíð og á 2 listasýningar og svo fór ég á opnunina á útskriftarsýningunni hjá LHÍ í gær. Hún var rosalega skemmtileg fullt af fólki sem að var með mér í myndlist í FB að útskrifast og allir svo glaðir og ánægðir. Ég ætla samt að fara aftur næstu helgi og skoða betur þar sem að það var svo ROSALEGA mikið af fólki.

Svo náttúrulega styttist í það að ég fái svar sjálf frá LHÍ....:S...er eiginlega soldið stressuð yfir þessu...!!

GET EKKI BEÐIÐ eftir Eurovision....það á eftir að vera svo feitt gaman. Ég á meira að segja pantaðan tíma sama dag í klippingu og litun þannig að ég á eftir að vera feitt til í fjörið um kvölið:D

Annars hafa seinustu tvær vinnuvikur verið frekar skrýtnar hjá mér. Það hefur verið soldið mikill skortur á efni hjá okkur þar sem að prjónakallinn okkar hefur EKKI verið að standa sig þannig að ég hef verið meira og minna verið að horfa á That 70´s show alla daga í vinnunni á milli þess sem ég er að afgreiða og stytta ermar:D Gaman að fá borgað fyrir að horfa á uppáhalds þáttinn sinn:D

Annars er svo sum ekki mikið að frétta.....skrifa aftur þegar svar kemur frá LHÍ:S JÆKS....:S

All my lovin...

Your's
Pingu the penguin