A day in the life of Shirley

Undir regnboganum

Sunday, November 28, 2004

...All the white horses....

MY GOD hvað það er langt síðan ég hlustað á hana Tori mína....!! Sit og er að fræðast um tölvutilboð þar sem að ég ætla að reyna að kaupa mér tölvu....:S Mamma situr hérna hinum megin við borðið er að fræða mig um þetta....hlakkar samt rosalega til.....get farið að fikta í photoshop og svona;) Ég verð alger pæja með nýja tölvu......veit samt ekki alveg hvort ég höndla það....er svo mikil tímaskekkja....elska allt sem er 20-40 ára gamalt og vil helst ekki miklar breytingar í útliti, bara hugsun;) Hvernig haldiði að ég verði, í skræpóttum hippakjól, pönkarahár, klingjandi þegar ég geng út af öllu skartinu sem ég geng alltaf með og svo með nýja DELL tölvu undir hendinni??? Ekki alveg að passa saman...

Get annars varla beðið til jóla....er að DEYJA úr jólafíling...veit ekki afvherju!! Er meira að segja búin að kaupa nokkrar jólagjafir...klikkað flottar of course!!;)

Jæja, getting boring, hef ekki mikið að segja...

Over and out...
Inga katinga

Thursday, November 18, 2004

HHHmmmmm...verð því miður að viðurkenna svolítið.......mig er farið að hlakka alveg KLIKKAÐ til jólanna:D MAN, er næstum farin að hlusta á jólalög..;) Nei,nei,segi nú svona, geri það nú ekki fyrr en fyrsta lagi 1.des. Hvað þá með jólaskrautið;)

Annars kom Katrín systir mín með alveg ágætis kenningu hérna áðan. Hún var hérna hjá mér af því að ég var að gera fyrir hana MÍNÍ pils fyrir hana svo hún gæti farið á ´85 ballið hjá MS sem er í kvöld. Anyways, hún kom með þá kenningu að ef maður væri með strák sem er yngri en maður sjálfur þá eru miklu minni eða engar líkur á því að hann haldi fram hjá manni. Af því að hjá strákum er miklu flottara að vera með eldri stelpu!! Ég held að það sé alveg hellingur til í þessu hjá henni.....ég meina við erum að tala um stlepu sem sagði við fyrrverandi kærastann sinn...."Veistu, þú ert bara ekki nógu góður fyrir mig!!".....HAHAHHAHA....so long SUCKER!! Hún er á miklum háhesti hjá mér:)

En mikið DJÖFULL er orðið kalt úti. Það var 12 stiga frost þegar ég fór út í morgun að taka strætó...BBBBRRRRR.....alveg deffinently komnn tími á sokkabuxur og síðar nærur;)

OH,nú er ég farin að tala um veðrið....greinilegt að ég hef ekki mikið að segja;)
Ætla að hætta þessu bulli...

Love
Shirley