A day in the life of Shirley

Undir regnboganum

Wednesday, March 31, 2004

jæja, núna eru bara 2 dagar þangað til Inga littla lipurtá kemur á klakann:D Get ekki beðið...og ekkert með að sofa yfir sig núna...hhhmmm! Ætla sko EKKI að lenda í sama fíaskóinu og þegar ég kom heim hérna fyrir jól....ef ég hefði verið köttur hefðu nokkur líf farið við þá lífsreynslu:S

Well, enough about that! Ég er sem sagt búin að plana feitt djamm á laugardaginn.....eða réttarasagt Björk er að plana það fyrir mig! Hlakkar massa mikið til, langt síðan maður hefur farið í bæinn á gamla góða DÝRA Íslandi!

Annars er líka allt að smella saman í verkefnunum hjá mér í skólanum og ég er ekki nærri eins stressuð núna. Við klárum verkefnið okkar á morgun og skilum föstudag, ég kláraði kjólinn hennar Piu í gær þannig að það er líka out of the way;) Now, I´m just ready to go!

Jæja,ég ætla að fara drífa mig.....ætla að fóðra gæludýrið;) Hana Þórkötlu,henni leiðist svo í vinnunni og ég á ekkert að borða heima þannig að ég ætla til hennar í heimsókn og taka með Mcdónalds handa okkur í leiðinni! Hjóla þetta af mér í leiðinni:D

Knús
Yar
Shirley

Monday, March 29, 2004

Jæja, allt besta kebabbinu mínu að þakka þá er littla regnbogastelpan í Danmörkinni komin með Blogg:D Thank you honey...;)

Eins og flestir vita orðið .....þar sem ég hef ekki talað um annað...;) eru bara 4 (eiginlega bara 3) þangað til ég fer heim á klakan í páskafrí:D SJIBBÍ.....
Þórkatla hefur samt ALLA mína samúð að þurfa sitja á Monte Carlo um páskana meðan ég er heima á Íslandi. Ég kem með eitthvað sniðugt og gott handa henni tilbaka;)

Einhverjar uppástungur??:D

"Is this thing on??"
:)